Innlent

Mest fjölgun í Reykjavík en hlutfallslega í Fljótsdalshreppi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var stemmningin einn góðan veðurdag í sumar.
Svona var stemmningin einn góðan veðurdag í sumar. Vísir/Vilhelm

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á þrettán mánaða tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa.

Þar segir jafnframt að ef horft sé til alls landsins þá hefur íbúum Fljótsdalshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðið ár eða um 14 prósent. Íbúum þar fjölgaði þó einungis um tólf íbúa eða úr 86 í 98 íbúa. 

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi, eða um 9,9 prósent, og í Svalbarðsstrandarhreppi um 8,5 prósent. Þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélagi af 69 á ofangreindu tímabili. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.

Fjallað var um fækkunina í Reykhólahreppi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Frá Reykhólahreppi árið 2018.

Lítilsháttar fækkun varð á Vestfjörðum. Fækkunin á Vestfjörðum nam sjö íbúum sem svarar til 0,1 prósents. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,5 prósent eða um 3.495 íbúa. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi eða um 570 íbúa sem svarar til 1,8 prósenta.

Fram kom á dögunum að landsmenn væru samanlagt 368 þúsund talsins. 189 þúsund karlar og 179 þúsund konur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.