Innlent

Fjögur smit innanlands og fjórtán á landamærum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Bólusetning gegn covid-19 hófst á Íslandi milli jóla og nýárs.
Bólusetning gegn covid-19 hófst á Íslandi milli jóla og nýárs. vísir/Vilhelm

Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Vel yfir þúsund sýni voru tekin innanlands í gær. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 

Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×