Innlent

Ákveðin sunnanátt víða um land

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjavíkurtjörn í góðu vetrarveðri
Reykjavíkurtjörn í góðu vetrarveðri Vísir/Vilhelm

Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, en helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og hlýnar smám sman í veðri.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þar segir einnig að á morgun bæti heldur í vind og vætu og að það megi búast við snörpum vindstrengjum á Norðurlandi.

Annað kvöld snýst í suðvestanátt með slyddu vestan til og kólnandi veðri þar. Áfram suðvestanáttir í byrjun vikunnar, víða úrkomusamt og fremur svalt, en snýst líklega í norðanátt á miðvikudag með harðnandi frosti, einkum í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt, 8-15 m/s á V-verðu landinu og rigning eða súld, slydda í uppsveitum á S-landi, en hægari og víða bjartviðri eystra. Sunnan og suðvestan 8-15 og rigning víða um land í dag, en þurrt að kalla á N- og A-landi. Hlýnandi veður og hiti víða 3 til 8 stig seinni partinn.

Það verður kalt í næstu viku.Vísir/VIlhelm

Sunnan 13-18 og víða rigning á morgun, en hvassari vindstrengir á N-landi og þurrt að kalla þar. Suðvestlægari og slydda V-lands um kvöldið og kólnar þar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Sunnan 10-18 m/s og víða rigning eða súld, en þurrt að mestu NA-til. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast austast. Vestlægari með slyddu V-lands um kvöldið og kólnar.

Á mánudag:

Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV-til og skúrir eða él á V-verðu landinu, en úrkomulítið eystra. Rigning eða slydda SV-til um kvöldið. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt með rigningu eða slyddu og snjókomu til fjalla, en éljum NV-til og kólnar í veðri.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir ákveðna norðvestanátt og éljum eða snjókomu á N- og A-landi, en annars bjart með köflum og talsvert frost.

Á fimmtudag:

Búast má við vestanátt með éljum á V-verðu landinu, en bjartviðri eystra og köldu veðri.

Á föstudag:

Snýst líklega í stífa norðan- og norðvestanátt með hríðarveðri N- og A-lands, en annars léttskýjað og hörkufrost um land allt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×