Innlent

Einn fannst látinn í rústunum í Noregi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eyðileggingin í kjölfar skriðanna er mikil.
Eyðileggingin í kjölfar skriðanna er mikil. Terje Bendiksby / NTB via AP

Einn hefur fundist látinn í rústunum eftir gríðarlegar leirskriður sem féllu í bænum Ask í Noregi aðfaranótt miðvikudags.

Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins og er vísað í blaðamannafund lögreglunnar á svæðinu sem hófst klukkan 15 á staðartíma.

Þar kemur fram að ekki sé búið að láta aðstandendur hins látna vita og því verði ekki upplýst um kyn eða aldur viðkomandi, að því er haft eftir Roy Alkvist, yfirmanni aðgerðarhóps lögreglunnar á svæðinu.

Leitar- og björgunarsveitir hófu í dag leit á mesta hættusvæðinu en hingað til hafði ekki verið talið öruggt að fara inn á svæðið.


Tengdar fréttir

Jarð­fræðingur út­skýrir hvað býr að baki leir­skriðunum í Ask

Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki.

Tíu enn saknað eftir leit í nótt

Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni.

Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar

Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.