Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal 26. september 2012 06:00 Fjarkennsla Lilja Rut Rúnarsdóttir, sem kennir ensku og dönsku, leiðbeinir hér nokkrum nemendum Birkimelsskóla og getur haft með þeim auga á tölvuskjánum. Arnar Þór Arnarsson kennir svo börnunum samfélagsfræði.AÐSEND MYND „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans," segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust. Grunnskóli Vesturbyggðar samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði, Bíldudalsskóla á Bíldudal og Birkimelsskóla á Birkimel á Barðaströnd. Aðeins níu nemendur eru í Birkimelsskóla og tuttugu í Bíldudalsskóla. „Okkur vantaði fólk til þess að kenna, það er einn kennari í Birkimelsskóla," segir Nanna Sjöfn. Því varð úr að tveir kennarar á Bíldudal kenna nú börnunum á Barðaströnd í gegnum tölvur. „Það er kennd enska, danska og samfélagsfræði. Kennararnir sitja við tölvu og hafa þennan sérútbúnað og myndavél og þessu er varpað á stórt tjald í Birkimelsskóla svo allir sjái kennarann vel. Svo bara læra þau. Þetta er samkennsla og oft eru þau frá fjórða og upp í níunda bekk öll saman." Á meðan á þessum kennslustundum stendur fylgist kennarinn í Birkimelsskóla með eða gerir eitthvað annað. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem grunnskólinn prófar fjarkennslu. „Við tókum á sínum tíma þátt í mjög stóru verkefni sem hét dreifmenntaverkefnið, sem byggði á þessu. Það var tilraunaverkefni með fjarkennslu í grunnskólum sem snerist um að nýta fagkennara. Þá prófuðum við ýmsar útfærslur og nokkrum mánuðum seinna kenndum við héðan úr Vesturbyggð yfir á Snæfellsnes. Við kenndum dönsku og eðlisfræði því þá vantaði kennara þar. Þetta snýst um að nýta fagkennara og nú nýti ég mjög góða kennara á Bíldudal yfir á Birkimel. Þetta hefur gefist mjög vel og getur verið góð lausn þegar vantar kennara í þessum litlu skólum." thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira