Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:52 Til stendur að selja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung. Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung.
Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira