Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:52 Til stendur að selja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung. Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung.
Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði