Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:52 Til stendur að selja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung. Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung.
Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent