Gargandi þvæla segir Sveinn Andri 13. október 2005 14:41 Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Alls hafa um 120 lögmenn skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Jón Steinar Gunnlaugsson um að hann verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segist ekki vita hversu margir hafi verið beðnir um að skrifa undir áskorunina. Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, viðraði efasemdir sínar um réttmæti slíkrar undirskriftasöfnunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann segir hana vekja upp spurningar um hæfi þeirra lögmanna sem standi að söfnuninni til að reka mál fyrir Hæstarétti verði Jón Steinar skipaður, og ekki síður um hæfi þeirra lögmanna sem skrifa undir þessa áskorun, og eins hæfi þeirra sem ekki skrifa undir hana. Sveinn Andri segir svona undirskriftasöfnun fullkomlega réttlætanlega og hann vísar gagnrýni formanns Lögmannafélagsins algerlega á bug. Hann segist sem lögmaður gera þá kröfu til formannsins að hann fari ekki í fjölmiðla með hvaða vitleysu sem er. Sveinn Andri segir hann hafa óumbeðinn gagnrýnt skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra en formaðurinn hafi samt ekki krafist þess að Ólafur viki sæti í þeim málum sem Gunnar hafi flutt fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir að samkvæmt kenningu formanns Lögmannafélagsins eru þeir lögmenn sem skrifa undir listann til stuðnings Jóni Steinari að gagnrýna átta dómara Hæstaréttar. Með sömu aðferðafræði megi segja að allir þessir dómarar séu vanhæfir til að kveða upp dóma í þeim málum sem viðkomandi lögmenn reka fyrir Hæstarétti, og jafnframt þeir lögmenn sem ekki skrifuðu undir. Af þessu leiðir að allir dómarar Hæstaréttar séu vanhæfir að dæma í öllum málum allra lögmanna á Íslandi að sögn Sveins. „Þetta er náttúrlega bara gargandi þvæla,“ segir lögmaðurinn. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær að skjalið sem sent hafi verið hundruðum lögmanna hafi verið skrifað og sent úr tölvu Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sveinn Andri segir þetta týpíska „ekki-frétt“. Honum sé ekki kunnugt um hvernig greinin hafi víxlast á milli en það liggi fyrir hvaða lögmaður samdi fyrsta uppkast að greininni og Ríkissjónvarpinu hafi verið bent á það, og reyndar útskýrt rækilega fyrir þeim, en samt hafi þeir haldið áfram með fréttina. „Þetta er týpísk „ekki-frétt“ sem sett er fram í einhverjum annarlegum tilgangi,“ segir Sveinn Andri. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Andra úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira