Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:18 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira