Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:18 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. Sóttvarnalæknir upplýsti um þetta nú rétt í þessu á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur áréttaði að opnun sundlauganna yrði háð því hvernig framvinda faraldursins verði fram að 18. maí. Þá gat hann ekki sagt nánar til um það hvernig útfærslan verður á opnun sundlauganna en það yrði kynnt betur þegar nær dregur. „Sennilega það sem Íslendingar þrá mest“ Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Mikilvægt að muna eftir tveggja metra reglunni Á fundinum í dag lagði Þórólfur áherslu á að verkefninu væri hvergi nærri lokið þótt einum til tveimur köflum sé lokið þar sem faraldurinn er í rénun og samkomubanni var aflétt að hluta til í dag. Áfram þurfi að standa vaktina og vera tilbúin að takast á við hópsýkingar sem gætu komið upp. Þá lagði Þórólfur mikla áherslu á að almenningur haldi áfram að sinna vel einstaklingsbundnum sóttvörnum, eins og til dæmis að þvo hendur og spritta. Þá tók hann sérstaklega fram að tveggja metra reglan væri enn í gildi þótt hún gildi ekki um börn. Mikilvægt væri að reyna halda tveggja metra reglunni eins mikið og mögulegt er. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira