Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:54 Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira