Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:54 Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira