Málskotsrétturinn er ykkar fólksins 16. júní 2012 05:00 Á fundi í Marel Forsetahjónin heilsuðu starfsmönnum með handabandi áður en Ólafur Ragnar fór upp í pontu. Fréttablaðið/Anton Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira