Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 22:49 Frá fyrsta borgarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Vísir/Stöð 2 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu. Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24