Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 10:20 Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði Mynd/Stöð 2 Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Þetta kemur fram í minnisblaði um framlagningu framboðslista við kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum borgarinnar sem lagt var fram fyrir forsætisnefnd Reykjavíkurborgar í gær.Allt lék á reiðiskjálfi á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í síðustu viku eftir að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans þótti þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál.Sérstaklega þurfi að fara yfir muninn á opnum og lokuðum fundum Í minnisblaði Helgu Bjarkar segir hins vegar að þegar upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem lagt er til að taki sæti þegar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum Reykjavíkurborgar eru teknar á dagskrá borgarstjórnar, geti þær aldrei verið trúnaðarmál sé mið tekið af sveitarstjórnalögum og samþykktum borgarinnar. „Á meðan borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir gerði athugasemdir við „leka á trúnaðargögnum“ á fundi borgarstjórnar, höfðu allar upplýsingar um nefndasetu hennar og annarra borgarfulltrúa verið aðgengilegar á vefnum í marga klukkutíma,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar. Þá segir að ekki sé „unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margne nda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta“. Fundir borgarstjórnar séu opnir öllum og öll fundargögn þeirra séu birt á vef Reykjavíkurborgar um leið og boðað sé til fundar. Þá sé vandséð hvers vegna borgarfulltrúarnir töldu nauðsyn þess að halda þeim nöfnum leyndum sem áttu að taka sæti í ráðum og nefndum. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd samþykki að bæta við námskeiði fyrir borgarfulltrúa þar sem sérstaklega verði farið yfir muninn á opnum og lokuðum fundum, muninn á fundargögnum þeirra funda, hvaða gögn eru trúnaðarmerkt og hvers vegna ákvæði séu um það í samþykktum að fundargögn borgarstjórnar skuli vera aðgengileg öllum.Telur siðareglur hafa verið brotnar Þá segir Helga Björk að í umræðum um stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar Mörtu um trúnaðarbrest hafi nokkrir borgarfulltrúar tekið til máls og látið hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Telur hún að með því hafi borgarfulltrúarnir brotið siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í siðareglunum er einnig kveðið á um að kjörnir fulltrúar gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Þeir sýna störfum og réttindum annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar tilhlýðilega virðingu,“ segir í minnsisblaðinu. Er lagt til í minnisblaðinu að forsætisnefnd taki málið til skoðunar, þar með talið að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Strax á fyrsta klukkutíma fundarins ætlaði allt um koll að keyra þegar Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, upplýsti um það að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hygðist taka sæti í nýju umhverfis-og heilbrigðisráði 19. júní 2018 17:05