Sonur Rúna Júl ætlar að velta sitjandi stjórn Keflavíkur úr sessi Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2015 15:00 Keflvíkingar fá annaðhvort nýjan formann (Baldur Guðmundsson fyrir ofan) eða halda sitjandi formanni (Þorsteinn Magnússon að neðan) á aðalfundi í kvöld. vísir/daníel/facebook/keflavik.is Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur berst fyrir lífi sínu á aðalfundi deildarinnar í kvöld, en hún mun fá mótframboð í fyrsta sinn síðan hún tók við árið 2008. Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, fótbolta- og rokkgoðsagnar, ætlar upp á móti Þorsteini Magnússyni í formannsframboð og taka með sér nýja menn í stjórnina. „Eftir fjölda áskoranna sem borist hafa síðustu ár þá ákvað ég um helgina að skila inn framboði til formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur,“ segir Baldur í yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook. „Þrýstingur á að taka þessa ákvörðun hefur aukist síðustu misseri en myndast hefur hópur manna með nýjar hugmyndir sem vilja leggja hönd á plóg í störfum knattspyrnudeildarinnar.“ „Að gefnu tilefni skal tekið fram að þessi áhugi okkar okkar sem vilja fá sæti við borðið og starfa í þágu deildarinnar er með engu móti atlaga að sitjandi stjórn. Þvert á móti viljum við létta á mönnum sem setið hafa lengi og koma í staðinn með nýtt ferskt blóð inn í starfið.“ Núverandi stjórn hefur engan áhuga á að víkja frá störfum og hafa stjórnarmenn skrifað pistla í Víkurfréttir í vikunni og minnt á sín góðu störf fyrir félagið. Í pistli sem formaðurinn skrifaði í gær segir hann rekstur deildarinnar aldrei hafa verið stöðugari. „Árið 2008 var nýr formaður sem tók við keflinu hjá Knattspyrnudeildinni í Keflavík. Hafði þá verið leitað að nýjum formanni um nokkurt skeið en verkefnið var gríðarlega krefjandi. Eftir að hafa setið sem formaður unglingaráðs og varaformaður knattspyrnudeildarinnar nokkrum árum áður, var undirritaður beðinn um að taka að sér þetta krefjandi verkefni,“ segir hann og bætir við meðal annars: „Núverandi stjórn mun leggja af störfum einn daginn, en sá dagur er ekki runninn upp. Undirritaður hefur mikinn hug á að hefja sitt 20. stjórnarár hjá knattspyrnudeildinni og hef ég og mín fjölskylda lagt mikið á okkur fyrir Keflavík. Starf okkar síðustu ár hefur verið til fyrirmyndar. Rekstur og öll umgjörð er eins og best verður á kosið eftir þrotlausa vinnu.“ Þorsteinn sinnir starfi framkvæmdastjóra samhliða því að vera formaður deildarinnar, en samkvæmt heimldum Vísis ætlar ný stjórn að breyta því fyrirkomulagi. Formaður og framkvæmdastjóri eiga ekki að vera sami maðurinn. Einar Helgi Aðalbjörnsson, ritari núverandi stjórnar, skrifaði pistil í Víkurfréttir í fyrradag þar sem hann segir vinnuna í kringum starfið svo mikið að hann hafi þurft að leggja önnur áhugamál til hliðar. „Það er mjög gefandi að taka þátt í svona starfi en maður verður að átta sig á að meðfram svona starfi er ekki tími fyrir annað hobbý, ég lét t.d golfkylfunar í bílskúrinn,“ segir Einar Helgi, en hann er sammála sitjandi formanni um að ekki sé kominn tími á nýtt blóð. „Auðvitað kemur að því að aðrir og nýir aðilar taki við stjórnartaumunum en ég tel að það þurfi samt visst uppeldi og reynslu áður. Ég hefði kosið með tilliti til knattspyrnunnar hér í Keflavík að menn hefðu komið inn í starf deildarinnar til að sjá og læra út á hvað þetta gengur. Þetta lærist ekki á hálftíma,“ segir Einar Helgi.Uppfært 15.25: Í athugasemdakerfinu hér að neðan gerir Baldur athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og segist ekki ætla „ryðja burt stjórninni.“ „Hef eingöngu áhuga á að bætast í liðið sem formaður og taka 1-2 nýja með mér til að fríska upp á góða stjórn. Lykilatriðið er að aðskilja hlutverk formanns og framkvæmdastjóra,“ segir hann og bætir við: „Það þarf enginn að leggja niður störf í þágu knattspyrnunnar í Keflavík þó ég komi inn á völlinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur berst fyrir lífi sínu á aðalfundi deildarinnar í kvöld, en hún mun fá mótframboð í fyrsta sinn síðan hún tók við árið 2008. Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, fótbolta- og rokkgoðsagnar, ætlar upp á móti Þorsteini Magnússyni í formannsframboð og taka með sér nýja menn í stjórnina. „Eftir fjölda áskoranna sem borist hafa síðustu ár þá ákvað ég um helgina að skila inn framboði til formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur,“ segir Baldur í yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook. „Þrýstingur á að taka þessa ákvörðun hefur aukist síðustu misseri en myndast hefur hópur manna með nýjar hugmyndir sem vilja leggja hönd á plóg í störfum knattspyrnudeildarinnar.“ „Að gefnu tilefni skal tekið fram að þessi áhugi okkar okkar sem vilja fá sæti við borðið og starfa í þágu deildarinnar er með engu móti atlaga að sitjandi stjórn. Þvert á móti viljum við létta á mönnum sem setið hafa lengi og koma í staðinn með nýtt ferskt blóð inn í starfið.“ Núverandi stjórn hefur engan áhuga á að víkja frá störfum og hafa stjórnarmenn skrifað pistla í Víkurfréttir í vikunni og minnt á sín góðu störf fyrir félagið. Í pistli sem formaðurinn skrifaði í gær segir hann rekstur deildarinnar aldrei hafa verið stöðugari. „Árið 2008 var nýr formaður sem tók við keflinu hjá Knattspyrnudeildinni í Keflavík. Hafði þá verið leitað að nýjum formanni um nokkurt skeið en verkefnið var gríðarlega krefjandi. Eftir að hafa setið sem formaður unglingaráðs og varaformaður knattspyrnudeildarinnar nokkrum árum áður, var undirritaður beðinn um að taka að sér þetta krefjandi verkefni,“ segir hann og bætir við meðal annars: „Núverandi stjórn mun leggja af störfum einn daginn, en sá dagur er ekki runninn upp. Undirritaður hefur mikinn hug á að hefja sitt 20. stjórnarár hjá knattspyrnudeildinni og hef ég og mín fjölskylda lagt mikið á okkur fyrir Keflavík. Starf okkar síðustu ár hefur verið til fyrirmyndar. Rekstur og öll umgjörð er eins og best verður á kosið eftir þrotlausa vinnu.“ Þorsteinn sinnir starfi framkvæmdastjóra samhliða því að vera formaður deildarinnar, en samkvæmt heimldum Vísis ætlar ný stjórn að breyta því fyrirkomulagi. Formaður og framkvæmdastjóri eiga ekki að vera sami maðurinn. Einar Helgi Aðalbjörnsson, ritari núverandi stjórnar, skrifaði pistil í Víkurfréttir í fyrradag þar sem hann segir vinnuna í kringum starfið svo mikið að hann hafi þurft að leggja önnur áhugamál til hliðar. „Það er mjög gefandi að taka þátt í svona starfi en maður verður að átta sig á að meðfram svona starfi er ekki tími fyrir annað hobbý, ég lét t.d golfkylfunar í bílskúrinn,“ segir Einar Helgi, en hann er sammála sitjandi formanni um að ekki sé kominn tími á nýtt blóð. „Auðvitað kemur að því að aðrir og nýir aðilar taki við stjórnartaumunum en ég tel að það þurfi samt visst uppeldi og reynslu áður. Ég hefði kosið með tilliti til knattspyrnunnar hér í Keflavík að menn hefðu komið inn í starf deildarinnar til að sjá og læra út á hvað þetta gengur. Þetta lærist ekki á hálftíma,“ segir Einar Helgi.Uppfært 15.25: Í athugasemdakerfinu hér að neðan gerir Baldur athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og segist ekki ætla „ryðja burt stjórninni.“ „Hef eingöngu áhuga á að bætast í liðið sem formaður og taka 1-2 nýja með mér til að fríska upp á góða stjórn. Lykilatriðið er að aðskilja hlutverk formanns og framkvæmdastjóra,“ segir hann og bætir við: „Það þarf enginn að leggja niður störf í þágu knattspyrnunnar í Keflavík þó ég komi inn á völlinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira