Rokksveitin Saktmóðigur gefur á föstudag út tíu laga plötu sem nefnist Guð hann myndi gráta. Sveitin var stofnuð árið 1991 og hefur gefið út fimm titla í ýmsu formi, eða eina kassettu, tvær tíu tommu vínylplötur og tvær geislaplötur sem heita Ég á mér líf og Plata. Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.
Útgefandi nýju plötunnar er Logsýra og verður gripurinn fáanlegur á helstu sölustöðum tónlistar. Saktmóðigur spilar næst á rokkhátíðinni Eistnaflugi í júlí. Formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir í sumar.
Saktmóðigur með plötu
