Beyoncé sjóðheit með númer fjögur 30. júní 2011 13:00 Frammistaða Beyoncé þótti mögnuð á Glastonbury-hátíðinni. Fjórða plata hennar, 4, er komin út. Mynd/AP Beyoncé er mætt með sína fjórðu plötu í farteskinu. Fela Kuti, Lauryn Hill og Stevie Wonder eru á meðal áhrifavalda. Stutt er síðan bandaríska söngkonan Beyoncé gerði allt vitlaust á Glastonbury-hátíðinni í Englandi þegar hún steig þar á svið í fyrsta sinn á ferlinum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hún söng sín bestu lög fyrir framan tugi þúsunda tónleikagesta og milljónir sjónvarpsáhorfenda. Sjálf talaði hún um tónleikana sem hápunkt ferils síns. Tímasetning nýju plötunnar hennar, 4, er vafalítið engin tilviljun. Hún kom út í gær, aðeins tveimur dögum eftir tónleikana á Glastonbury enda er Beyoncé enn sjóðheit eftir frammistöðuna. Upptökur á 4 stóðu yfir í eitt ár, frá vorinu 2010 þar til nú í vor, á sama tíma og Beyoncé var í sjálfskipuðu fríi frá sviðsljósinu. Þennan tíma nýtti hún til að drekka í sig tónlist sem hafði lengi verið í uppáhaldi hjá henni, þar á meðal með Fela Kuti, sálarbandinu The Stylistics, Lauryn Hill, Stevie Wonder og Michael Jackson, og hefur hún nefnt alla þessa flytjendur sem áhrifavalda á plötunni. Titillinn 4 er fenginn frá aðdáendum Beyoncé sem hvöttu hana á netinu til að skíra plötuna þessu nafni. Henni þótti uppástungan góð enda er platan hennar fjórða á ferlinum auk þess sem fæðingardagur hennar er 4. september. Hún fæddist árið 1981 og ólst upp í Houston í Texas. Síðar meir átti hún eftir að slá í gegn í stúlknabandinu Destiny"s Child áður en hún hóf vel heppnaðan sólóferil. Tólf lög eru á nýju plötunni sem Beyoncé samdi með aðstoð ýmissa lagahöfunda, þar á meðal Jeff Bhasker, sem hefur samið töluvert fyrir Kanye West, Luke Steele úr hljómsveitinni Empire of the Sun, André 3000, Kanye West og Diane Warren sem hefur samið þekkt lög á borð við I Don"t Want To Miss A Thing og Nothing"s Gonna Stop Us Now. Beyoncé hefur verið ein vinsælasta söngkona heims í mörg ár og er hún oftast nefnd í sömu andrá og þær Lady Gaga og Rihanna. Tölurnar ljúga heldur ekki því Beyoncé hefur selt afurðir sínar í 75 milljónum eintaka og þá er átt við plötur, safnplötur, smáskífur og mynddiska. freyr@frettabladid.is Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Beyoncé er mætt með sína fjórðu plötu í farteskinu. Fela Kuti, Lauryn Hill og Stevie Wonder eru á meðal áhrifavalda. Stutt er síðan bandaríska söngkonan Beyoncé gerði allt vitlaust á Glastonbury-hátíðinni í Englandi þegar hún steig þar á svið í fyrsta sinn á ferlinum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hún söng sín bestu lög fyrir framan tugi þúsunda tónleikagesta og milljónir sjónvarpsáhorfenda. Sjálf talaði hún um tónleikana sem hápunkt ferils síns. Tímasetning nýju plötunnar hennar, 4, er vafalítið engin tilviljun. Hún kom út í gær, aðeins tveimur dögum eftir tónleikana á Glastonbury enda er Beyoncé enn sjóðheit eftir frammistöðuna. Upptökur á 4 stóðu yfir í eitt ár, frá vorinu 2010 þar til nú í vor, á sama tíma og Beyoncé var í sjálfskipuðu fríi frá sviðsljósinu. Þennan tíma nýtti hún til að drekka í sig tónlist sem hafði lengi verið í uppáhaldi hjá henni, þar á meðal með Fela Kuti, sálarbandinu The Stylistics, Lauryn Hill, Stevie Wonder og Michael Jackson, og hefur hún nefnt alla þessa flytjendur sem áhrifavalda á plötunni. Titillinn 4 er fenginn frá aðdáendum Beyoncé sem hvöttu hana á netinu til að skíra plötuna þessu nafni. Henni þótti uppástungan góð enda er platan hennar fjórða á ferlinum auk þess sem fæðingardagur hennar er 4. september. Hún fæddist árið 1981 og ólst upp í Houston í Texas. Síðar meir átti hún eftir að slá í gegn í stúlknabandinu Destiny"s Child áður en hún hóf vel heppnaðan sólóferil. Tólf lög eru á nýju plötunni sem Beyoncé samdi með aðstoð ýmissa lagahöfunda, þar á meðal Jeff Bhasker, sem hefur samið töluvert fyrir Kanye West, Luke Steele úr hljómsveitinni Empire of the Sun, André 3000, Kanye West og Diane Warren sem hefur samið þekkt lög á borð við I Don"t Want To Miss A Thing og Nothing"s Gonna Stop Us Now. Beyoncé hefur verið ein vinsælasta söngkona heims í mörg ár og er hún oftast nefnd í sömu andrá og þær Lady Gaga og Rihanna. Tölurnar ljúga heldur ekki því Beyoncé hefur selt afurðir sínar í 75 milljónum eintaka og þá er átt við plötur, safnplötur, smáskífur og mynddiska. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira