Innlent

Hefði kosið að vita fyrr af andlátunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki sáttur við að hafa ekki verið tilkynnt um andlátin fyrr. 
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki sáttur við að hafa ekki verið tilkynnt um andlátin fyrr.  Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist fyrst hafa frétt af tveimur andlátum á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins eftir hádegið í dag. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Á öðrum tímanum í dag birti Landspítalinn stutta tilkynningu á vef sínum þess efnis að tveir sjúklingar hefðu á síðasta sólarhring látist vegna Covid-19 sjúkdómsins.

Sóttvarnalæknir var spurður að því á blaðamannafundinum hvenær hann hefði fengið veður af andlátinu. Annað þeirra mun hafa verið í gærmorgun að sögn fréttamanns Ríkisútvarpsins sem spurði Þórólf út í málið..

Þórólfur svaraði því til að hann hefði frétt af andlátunum tveimur eftir hádegið í dag.

„Ég hefði kosið að vita af þeim fyrr,“ segir Þórólfur. Hann segist ætla að ræða málið við Landspítalann

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var spurður um kyn og aldur þeirra sem létust. Hann taldi ekki rétt að svara þeirri spurningu. Hann sagði fregnirnar sorglegar, vottaði aðstandendum samúð sína eins og Þórólfur, en sagði tíðindin ekki óvænt í ljósi alvarleika sjúkdómsins.

Fram kom á fundinum að átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×