Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 22:36 Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11
Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00