Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2020 14:12 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Vísir/Vilhelm Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára eru alvarlega slösuð eftir árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Þau voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann rétt fyrir klukkan 16 og mun þyrlan lenda í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 17. Með börnunum í fylgd í þyrlunni var einstaklingur sem einnig lenti í slysinu en slapp án teljandi meiðsla. Auk þess slasaðist einn fullorðinn einstaklingur alvarlega og tveir eru minna slasaðir. Þeir þrír fóru með annarri þyrlu gæslunnar á Landspítalann sem líka var kölluð út vegna slyssins eftir klukkan 16. Alls voru níu manns í bílunum tveimur, allt erlendir ferðamenn. Tveir eru minna slasaðir og þrír sluppu án teljandi meiðsla. Hópslysaáætlun vegna slyssins var virkjuð og veginum lokað. Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi er hált og hvasst á vettvangi. Vegurinn er lokaður. Með fyrri þyrlu Gæslunnar fóru tveir læknar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, og með þeirri seinni greiningarteymi frá Landspítalnum auk tveggja bráðatækna frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru einnig kallaðar út eins og venja er þegar hópslysaáætlun er. Þá hefur samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð verið virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurlandi. Viðbúnaður er á Landspítalanum vegna slyssins sem er samkvæmt upplýsingum þaðan fullfær um að taka á móti hinum slösuðu. Þegar er hafinn undirbúningur þar og verða allir kallaðir til sem þurfa þykir. Þá mun Rauði krossinn bjóða upp á sálrænan stuðning fyrir þá sem komu fyrst að slysinu. Það var rúta sem kom fyrst að og er fólkið sem var í henni á leiðinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem þau munu hitta sjálfboðaliða RKÍ. Fréttin var uppfærð klukkan 16:37. Frá vettvangi slyssins í dag.Landhelgisgæslan
Hornafjörður Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira