Læknir og hagfræðingur í veitingahúsageirann Sæunn Gísladóttir skrifar 9. janúar 2016 07:00 „Þeim mun meira sem við vorum búin að tala um þetta, þeim mun meira fannst okkur að við myndum bara sjá eftir því að láta ekki slag standa og fara út í þetta,“ segir Friðrik Ársælsson sem ásamt konu sinni Rakel Evu Sævarsdóttur og vinapari þeirra, Martinu Vigdísi Nardini og Jóni Helga Sen Erlendssyni, er stofnandi veitingastaðarins og verslunarinnar Borðsins sem verður opnuð á Ægisíðu 123 í næsta mánuði. Það sem sameinar fjórmenningana, sem eru læknir, hagfræðingur, lögfræðingur og úr byggingageiranum, er matarást og skólaganga í Menntaskólanum við Reykjavík. Þau hafa þróað hugmyndina að staðnum frá því í fyrrasumar. Um er að ræða eins konar take-away-stað sem sérhæfir sig í góðum mat unnum frá grunni úr góðu hráefni. „Fókusinn til að byrja með hjá okkur verður á kvöldmat og kvöldtraffík, fólk sem á leið hjá á leiðinni heim úr vinnu og getur sótt sér góðan mat. Svo býður staðurinn upp á ýmsa möguleika sem við komum til með að skoða,“ segir Friðrik. Á fimmtudögum til laugardags verður einnig boðið upp á bakaða eftirrétti. „Frá svona 2006-2007 hefur þessi þróun átt sér stað að fólk vill eyða minni tíma í að elda, en vill borða góðan mat. Þetta er því í fyrsta lagi til að leysa vandamál sem við höfum bæði upplifað hvert í sínu lagi, eftir vinnu þegar maður fer að velta því fyrir sér hvað á að vera í matinn og mikill tími fer í að kaupa í matinn og elda, segir Jón Helgi. Auk matsölu verður í húsnæðinu verslun og boðið upp á veisluþjónustu. „Við verðum með vörur sem við erum búin að sérvelja, allt frá sultum upp í potta. Vörurnar koma alls staðar að, en mest frá Bretlandi og Ítalíu. Svo ætlum við líka að vera með okkar eigin framleiðslu þegar fram líða stundir,“ segir Rakel Eva og bætir við að það sé ósk þeirra að eins konar hverfissamfélag myndist í versluninni. Ef vel gengur í Vesturbænum stendur jafnvel til að opna í öðrum hverfum á næstu misserum. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Þeim mun meira sem við vorum búin að tala um þetta, þeim mun meira fannst okkur að við myndum bara sjá eftir því að láta ekki slag standa og fara út í þetta,“ segir Friðrik Ársælsson sem ásamt konu sinni Rakel Evu Sævarsdóttur og vinapari þeirra, Martinu Vigdísi Nardini og Jóni Helga Sen Erlendssyni, er stofnandi veitingastaðarins og verslunarinnar Borðsins sem verður opnuð á Ægisíðu 123 í næsta mánuði. Það sem sameinar fjórmenningana, sem eru læknir, hagfræðingur, lögfræðingur og úr byggingageiranum, er matarást og skólaganga í Menntaskólanum við Reykjavík. Þau hafa þróað hugmyndina að staðnum frá því í fyrrasumar. Um er að ræða eins konar take-away-stað sem sérhæfir sig í góðum mat unnum frá grunni úr góðu hráefni. „Fókusinn til að byrja með hjá okkur verður á kvöldmat og kvöldtraffík, fólk sem á leið hjá á leiðinni heim úr vinnu og getur sótt sér góðan mat. Svo býður staðurinn upp á ýmsa möguleika sem við komum til með að skoða,“ segir Friðrik. Á fimmtudögum til laugardags verður einnig boðið upp á bakaða eftirrétti. „Frá svona 2006-2007 hefur þessi þróun átt sér stað að fólk vill eyða minni tíma í að elda, en vill borða góðan mat. Þetta er því í fyrsta lagi til að leysa vandamál sem við höfum bæði upplifað hvert í sínu lagi, eftir vinnu þegar maður fer að velta því fyrir sér hvað á að vera í matinn og mikill tími fer í að kaupa í matinn og elda, segir Jón Helgi. Auk matsölu verður í húsnæðinu verslun og boðið upp á veisluþjónustu. „Við verðum með vörur sem við erum búin að sérvelja, allt frá sultum upp í potta. Vörurnar koma alls staðar að, en mest frá Bretlandi og Ítalíu. Svo ætlum við líka að vera með okkar eigin framleiðslu þegar fram líða stundir,“ segir Rakel Eva og bætir við að það sé ósk þeirra að eins konar hverfissamfélag myndist í versluninni. Ef vel gengur í Vesturbænum stendur jafnvel til að opna í öðrum hverfum á næstu misserum.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira