Innlent

Mikið tjón á bílum eftir á­rekstur í Grinda­vík

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nota þurfti klippur til að opna annan bílinn.
Nota þurfti klippur til að opna annan bílinn. Vísir/Heimir Már

Árekstur varð í Grindavík nú á fjórða tímanum en tveir bílar skullu saman á gatnamótum. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að opna dyr bílstjóramegin á öðrum bílnum. Einhver slys urðu á fólki en ekki mikil samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum.

Tilkynning barst rétt eftir klukkan 15:30 og eru slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningamenn á vettvangi eins og er.

Engar frekari upplýsingar fengust að svo stöddu en fréttin verður uppfærð.

Uppfært 18:29 Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum var einn færður á sjúkrahús í Reykjavík og annar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki var hægt að veita upplýsingar um líðan þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×