Mikilvægasta verkefnið að verja afkomu fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að byggja þurfi upp alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Vísir/Vilhelm „Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
„Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00