Enski boltinn

Wenger gæti opnað veskið í janúar

Hinn hagsýni stjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur ekki útilokað að opna veskið í janúar ef leikur Arsenal verður enn í molum þá.

Stuðningsmennirnir eru enn að jafna sig á því að Wenger hafi sleppt bæði Fabregas og Nasri í sumar. Þó svo Wenger hafi keypt nýja menn gengur hvorki né rekur hjá liðinu sem er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

"Ég veit ekki hvort við látum mikið til okkar taka í janúar. Ég er nokkuð sáttur við hópinn en ef við erum enn í vandræðum þá gætum við þurft að gera eitthvað," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×