Enski boltinn

WBA lagði Úlfana

Þessi ágæti stuðningsmaður WBA lifði sig vel inn í leikinn.
Þessi ágæti stuðningsmaður WBA lifði sig vel inn í leikinn.
WBA skaust upp í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er það lagði Wolves, 2-0, á heimavelli sínum. Úlfarnir eru í sextánda sæti eftir leikinn.

Chris Brunt skoraði fyrra mark leiksins strax á 8. mínútu. Seinna markið kom síðan á 75. mínútu og það skoraði Peter Odemwingie.

WBA því á ágætis róli í deildinni en þetta var annar sigur liðsins í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×