Innlent

99 ný smit

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Myndin er úr safni.
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 99 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Á síðunni kemur einnig fram að 41 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins, þar af 12 á gjörgæslu. 

Alls hefur 270 manns batnað af veikinni. Þá eru 7166 manns í sóttkví og 1047 í einangrun. Þá hafa 8945 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 20930 manns.

Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður einnig á fundinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×