„Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ Boði Logason skrifar 11. september 2013 16:33 Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Mynd/365 „Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna. Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna.
Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45
Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53
Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17