Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:46 Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri og ábyrgðarmaður DV þegar fréttin birtist á vefnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent