Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Benedikt Bóas skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Mynd/Skjáskot „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
„Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ segir Guðrún Gísladóttir. Hún var farþegi með vél Icelandair sem lenti í miklum vandræðum vegna veðurs í Bretlandi í gær. Farþegaþotan átti að lenda á flugvelli í Manchester en varð frá að hverfa vegna veðurhamsins. Stormurinn Doris reið yfir Bretland og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vélin setti stefnuna á Liverpool en þar var ástandið ekkert betra að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, og sneri því vélin aftur til Manchester og lenti þar.Flugstjóri vélarinnar lýsti yfir neyðarástandi vegna eldsneytis til að fá forgang í lendingu. „Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma,“ segir Guðjón. „Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt. Flugfreyjurnar tilkynntu svo að það væri ekki hægt að svara neinum spurningum því flugmennirnir væru í símanum að tala við flugumferðarstjóra,“ segir Guðrún enn í töluverðu áfalli. „Allt í einu tók ég eftir á skjánum fyrir framan mig að við áttum að lenda í Manchester eftir fjórar mínútur og flugstjórinn hreinlega negldi vélinni niður á brautina. Hún hristist allan tímann og maður fann hvernig beltið togaði í mann. En flugstjórarnir eiga mikið hrós skilið að koma okkur niður á jörðina því ég hélt í alvörunni að þetta væri mitt síðasta. Að ná þessu svona var glæsilegt,“ segir Guðrún. „Þarna var mikil ókyrrð í lofti og eðlilegt að fólk fái ónotatilfinningu svo ekki sé meira sagt,“ segir Guðjón Arngrímsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Myndband af vandræðum vélarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira