Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 14:40 „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira