Nú hefur heldur bætt í vind á Akureyri en ekki er búist við að veðrið nái hámarki þar fyrr en um á sjöunda tímanum í kvöld. Búast má við að það lægi þar á milli níu og ellefu í kvöld.
Að sögn íbúa á Akureyri fer vindstrengur úr suðaustri yfir Pollinn og er orðið nokkuð hvasst í miðbænum. Sjórinn kemur gömlu Höfnersbryggjuna og fer upp á Drottningarbraut.
Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að á Torfum í Eyjafirði sé um 18 metrar á sekúndu og ná vindhviður um 25 metrum á sekúndu. Um sex leytið í kvöld má búast við stormi í Eyjafirði sem nær hámarki um kvöldmatarleyti, allt að 18 til 25 metrar á sekúndu.
Helga segir að það sé að bæta í vind alls staðar á landinu, sem nær hámarki á Suðvesturhorni á þriðja tímanum í dag en á Norðausturhorninu er það ekki fyrr en undir kvöld.
