Innlent

Engin uppsetning sjónvarpssenda

Þeir sem lögðu fé til söfnunar fyrir sjónvarpssendi Skjás eins á Patreksfirði, fá framlag sitt endurgreitt á næstu dögum, að því er segir í Bæjarins besta á Ísafirði. Ekkert verður af uppsetningu sjónvarpssenda stöðvarinnar á Patreksfirði og í Bolungarvík þar sem Síminn ætlar innan skamms að bjóða íbúum þessara staða merki stöðvarinnar með svokallaðri DSL-tækni í gegnum koparkerfi fyrirtækisins. Nú á að setja upp búnað til móttöku á gervihnattasendingum á Skjaldborgarbíói á Patreksfirði svo íbúar bæjarins hafi möguleika á að fylgjast með ensku deildarkeppninni í knattspyrnu þar til útsendingar Símans hefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×