Innlent

Selfluttu áttatíu nemendur

Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli selfluttu yfir áttatíu nemendur úr Rimaskóla yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi, eftir að hópurinn varð innlyksa í átta klukkustundir á milli Hvannár og Steinholtsár. Árnar bólgnuðu upp í vatnavöxtunum í gær og urðu kol ófærar öllum venjulegum rútubílum. Björgunarsveitarmennirnir notuðu þrjá öfluga vatnabíla til að ferja krakkana yfir og gekk það áfallalaust þótt vatnið gengi hátt upp á bílana þegar verst lét. Þar biðu hópsins nýjar rútur, en þær, sem krakkarnir höfðu verið í, voru skildar eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×