Innlent

Söfnun fyrir börn Sri Rahmawati

Safnast hefur um ein milljón króna til aðstoðar börnum Sri Rahmawati, sem lést með voveiflegum hætti í júlí. Að sögn Hörpu Rutar Hilmarsdóttur, kennara í skólanum þar sem börnin stunda nám, má betur ef duga skal. Er markmiðið að safna fjórum millljónum þannig að fjölskylda Sri geti flutt í viðunandi húsnæði. Börn Sri eru á aldrinum 2ggja, 14 og 15 ára. Systir Sri og eiginmaður hennar hafa tekið þau að sér í varanlegt fóstur. Þau hjón eiga þrjú börn fyrir svo þau eru nú með sex börn á aldrinum 2ggja, 9, 11, 13, 14 og 15 ára í 90 fermetra íbúð. Til að styðja við börn Sri hefur stuðningshópur sett af stað söfnun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, hefur stofnað reikning í Múlaútibúi Landsbankans. Sóknarprestar Hallgrímskirkju, Foreldrafélag Austurbæjarskóla, stuðningshópur í Austurbæjarskóla, W.O.M.E.N. - samtök kvenna af erlendum uppruna, nágrannar fjölskyldu Sri og Félagsmiðstöðin 100 og einn. Númer reikningsins er: 0139-05-64466 á kennitölu: 130147-4109. Öll framlög, stór og smá eru vel þegin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×