Innlent

Nýtt hlutverk hvalbátanna

Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn gætu nýst í hvalskoðun. Það er ein hugmynda Sigurbjargar Árnadóttur og Steins Malkenes. Þau unnu skýrslu um strandmenningu sem grunn fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni fyrir Húsafriðunarnefnd og samgönguráðuneytið. "Við vorum við Reykjavíkurhöfn og þar lágu fimm hvalveiðibátar við höfn. Stein sá að þau gætu verið einu skipin sem í sögulegu ljósi væru tilvalin til að skoða hvali en ekki veiða. Skipin mætti nota til að segja sögu hvalveiða á sama tíma og fólk skoðaði hvali. Þá væri jafnvel hægt að höfða til nýs markhóps," segir Sigurbjörg. Stein og Sigurbjörg eru formenn vitafélaga. Hún hér á landi. Hann í Noregi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×