Lífið

Fjarflutningur Aurora og Stúlknakórs Reykjavíkur á Rómeó og Júlía

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega vel útsett miðað við aðstæður. 
Einstaklega vel útsett miðað við aðstæður. 

Kórarnir Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur fengu það tækifæri að taka þátt í 9líf, söngleiknum um Bubba Morthens, sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu þann 13. mars 2020.

Vegna samkomubanns hafa stúlkurnar ekki getað sungið saman í rúmar tvær vikur og ákveðið var að setja saman lítið verkefni. Hver og ein tók upp myndband af sér syngja lagið Rómeo og Júlía.

Í ljósi aðstæðna var lagið það sérlega viðeigandi að taka fyrir Rómeo og Júlíu en í verki Shakespears skipuðu yfirvöld Jóni munki í sóttkví vegna farsóttar. Rómeo fékk því aldrei skilaboðin um að Júlía væri ekki dáin með hræðilegum afleiðingum.

Myndband af flutningi kórana er í dreifingu á Facebook og hefur fengið mikil og góð viðbrögð.

Kórar: Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur

Tónlist: Bubbi Morthens

Útsetning og hljóðblöndun: Guðmundur Óskar Guðmundsson.

tónlistarstjóri sýningarinnar.

Kórstjóri: Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Hljómsveit:

Aron Steinn Ásbjarnarson, saxófónn

Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur

Hjörtur Ingvi Jóhannsson, píanó og hljómborð

Örn Eldjárn, gítar

Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassi og upptökustjórn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.