Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 19:45 Tíðni vinnuslysa hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“ Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“
Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira