Innlent

Kjarabarátta lögreglumanna og efnahagurinn meðal umræðuefna í Bítinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Gulli, Heimir og Þráinn stýra Bítis-skútunni.
Gulli, Heimir og Þráinn stýra Bítis-skútunni. Vísir

Það verður margt um að vera í Bítinu á Bylgjunni í dag. Þátturinn byrjar á því að Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kemur við í hljóðverinu og ræðir strandveiðina í sumar og stöðu strandveiðimanna.

Þá verður heyrt í Snorra Magnússon, formanni Félags lögreglumanna, en félagið segir lögreglumenn með sömu laun og þeir voru með árið 2002 og saka ríkið um að nýta sér það að lögreglumenn megi ekki fara í verkfall.

Í kjölfar þess verður farið yfir þá alvarlegu efnahagsstöðu sem Ísland er í og hvernig Íslendingar komast í gegnum hana. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræða stöðuna á þessum fordæmalausu tímum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun kynna félagslega hjálp sem ekki hefur farið mikið fyrir. Það er að segja félagslega hjálp til foreldra og aðra ummönnunaraðila langveikra eða fatlaðra barna, stuðning við aldraða og svo framvegis. Ráðherrann mun fara yfir slíkt.

Að lokum mætir Rakel Sveinsdóttir, sem er með Atvinnulífið á Vísi, en hún mun ræða þessi þungu mánaðamót í atvinnulífinu en einhverjir forstjórar segja þessa tíma þá svörtustu í áratugi.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur yfir til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Uppfært: Hér að neðan má sjá Bítið frá því í morgun í heild sinni.

Klippa: Bítið í heild sinni


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×