Atvinnulíf

Fréttamynd

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Atvinnulíf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Beindu skamm­byssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“

„Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Örgleði (ekki öl-gleði)

Hafi einhver smellt á fyrirsögnina haldandi að þessi grein snúist um ölgleði, er það misskilningur. Því hér er verið að tala um örgleði. Á ensku: micro-joy.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Öll heimilis­verk skemmti­leg nema eitt

Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fer út í daginn upp­full af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Smá kvef, haus­verkur eða flensa og vinnan

Þótt vitað sé að ákveðinn hópur fólks stundi að misnota veikindaréttinn sinn í vinnunni, sýna rannsóknir það víða um heim að meirihluti fólks á það til að mæta í vinnuna, þótt það sé veikt.

Atvinnulíf