Innlent

John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
John Snorri ætlar að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind K2 að vetrarlagi.
John Snorri ætlar að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind K2 að vetrarlagi. Facebook/John Snorri

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi.

John Snorri birti í gærkvöldi Facebook-færslu þar sem fram kom að hann og hópurinn myndu leggja af stað í fyrstu búðir, og dvelja þar eina nótt. Þær búðir eru rúmlega sex kílómetra yfir sjávarmáli.

„Daginn eftir munum við halda af stað upp í aðrar búðir [6,7 kílómetra yfir sjávarmáli]. Takist okkur að leggja línur upp í aðrar búðir munum við gista þar,“ skrifar John Snorri á Facebook.

Í kjölfarið mun hópurinn síðan halda aftur í fyrstu búðir og dvelja þar meðan hópurinn venst hitastiginu og þynnra lofti á fjallinu.

„Veturinn er kaldur, og við vitum að það er mikilvægt vera andlega sterk í þessu harðneskjulega umhverfi.“

Hér má fylgjast með ferðalagi Johns Snorra og hóps hans.


Tengdar fréttir

John Snorri kominn í grunnbúðir K2

Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.