Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. mars 2019 19:00 Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira