Óánægja með lóðaúthlutun 29. júlí 2005 00:01 Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim. Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Fjöldi óánægðra umsækjenda um lóðir í Kópavogi hefur haft samband við Fréttablaðið í kjölfar þess að bæjarráð Kópavogs tilkynnti um nöfn þeirra sem úthlutað var lóðum. Einbýlishúsalóðum var úthlutað fyrir 7,5 milljónir. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra einstaklinga sem fengu lóðir sé annað hvort þekktir og efnaðir einstaklingar, skyldmenni bæjarráðsmanna og fyrrverandi bæjarfulltrúar. Dæmi um þá heppnu eru Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir, Baltasar Kormákur leikstjóri og Lilja Pálmadóttir athafnakona, Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Flugleiða, Birgir Leifur Hafþórsson golfari, Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, Ólafur Stefánsson handboltamaður, Eiður Smári Guðjonssen knattspyrnumaður og faðir hans Arnór Guðjonssen Þá fengu einnig lóðir Örn Árnason leikari, Hreggviður Jónsson athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Stöðvar 2, Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku, auk foreldra og tengdaforeldra tveggja núverandi bæjarfulltrúa. Þá fékk skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, Birgir H. Sigurðsson, einnig úthlutað lóð. "Ég held að þeir sem fengu úthlutað séu allir ánægðir," segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi þegar hann er spurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið vegna lóðaúthlutunarinnar. "Það er ljóst að gátum ekki orðið við öllum umsóknum vegna þess hve þær voru margar. Við völdum eftir þeim reglum sem settar höfðu verið en höfðum það að leiðarljósi að veita ungu fólki forgang," segir Gunnar. Spurður hvort einstaklingar sem þekktir væru í þjóðfélaginu hefðu notið forgangs varðandi lóðrinar svarar Gunnar: "Frægt eða þekkt fólk verður einhvers staðar að búa. Það gekk ekki endilega gengið fyrir enda er búið að hafna sumu af þessu fólki áður. Við reyndum að vera eins sanngjörn og hægt er." Hann bendir á að á næstu mánuðum verið úthlutað hundruð lóða í Kópavogi og vonast hann til að geta uppfyllt eftirspurnina eftir lóðum í Kópavogi að einhverju leiti með þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira