Vill breytingar á fyrningarfresti 29. apríl 2005 00:01 Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Jónína Bjartmarz alþingismaður telur að huga þurfi að breytingum á frumvarpi um afnám fyrningarákvæðis þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn börnum undir 14 ára aldri. Jónína á sæti í allsherjarnefnd, en þar er frumvarpið, sem Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður lagði fram, til meðferðar. "Spurningin er hvort rök séu til þess að afnema fyrningarfrest í öllum ákvæðum kaflans um kynferðisbrot gegn börnum," sagði Jónína. "Við þeim brotum sem ekki fyrnast liggur að öllu jöfnu 16 ára fangelsi eða meira. Hvað varðar kynferðisafbrot erum við ekki að tala um hámarksrefsingu sem nemur svo miklu. Refsingarnar eru mjög mismunandi eftir grófleika brotanna en nálgast hvergi 16 ár. Því væri það úr takt við refsirammann gagnvart öðrum brotum með mun hærri hámarksrefsingu að afnema fyrningarfrestinn í öllum kynferðisbrotum gagnvart börnum. Á móti má benda á að mat almennings á alvarleika þessara brota hefur verið að breytast á allra síðustu árum. Þetta eru brot sem hafa ekkert minni áhrif á einstaklinginn til allrar framtíðar en mjög grófar líkamsmeiðingar; grófustu brotin í hegningarlögunum sem mjög þungar refsingar liggja við. Sá raunveruleiki er grunnurinn undir það að eðlilegt sé að þessi brot séu litin öðrum augum gagnvart fyrningunni." Jónína benti á nýjar upplýsingar frá Stígamótum sem sýndu að meðalaldur meirihluta þeirra einstaklinga sem leituðu þangað væri slíkur að brotin væru fyrnd samkvæmt gildandi fyrningarákvæði. Svo virtist sem brotaþolar gætu ekki tekist á við þessa hluti og leitað sér aðstoðar fyrr en þeir væru komnir á fullorðinsár og jafnvel efri ár. Þetta sýndi hve langan tíma fólk þyrfti til að vinna úr þessum brotum, ef það gerði það einhvern tíma á annað borð. "Það eru önnur rökin fyrir að afnema fyrningu í þessum brotum," sagði Jónína. "Segja má að því alvarlegra sem brotið sé, þeim mun lengri tíma þurfi þolandi til að vinna úr því. Þess vegna er ástæða til þess að fella alveg niður fyrningarfrestinn eða lengja hann verulega í alvarlegri brotunum. Það er síður ástæða til þess í hinum vægari. Þó svo að fyrningarfresturinn yrði afnuminn eða hann lengdur teldi ég enga ástæðu til að ætla einhverja holskeflu í kærum vegna slíkra brota, að því ógleymdu hve erfitt er að koma við sönnun í þessum málum og því erfiðara sem lengri tími er liðinn frá brotinu."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira