Dæmdur lögreglumaður enn við störf 19. nóvember 2010 11:38 Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um hvort honun finnist óheppilegt að dæmdir lögreglumenn sinni löggæslu, og vísar á ríkislögreglustjóra Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður. Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður.
Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent