Lífið

Önnur dansmynd til Hollands

Dans-stuttmynd Maríu, Between, keppir í Amsterdam í desember.
Dans-stuttmynd Maríu, Between, keppir í Amsterdam í desember.
„Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri. Þetta ýtir manni áfram í að gera fleiri myndir,“ segir María Þórdís Ólafsdóttir.

Dans-stuttmynd hennar, Between, hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam sem fer fram 9. til 12. desember.

Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sér­hæfir sig í dansi. Þar með verða tvær íslenskar myndir á hátíðinni en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að mynd Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, Retro­grade, hefði verið valin á hátíðina.

„Hún fjallar um hvað það er þunn lína á milli draums og veruleika og á milli sturlunar og þess að vera heill,“ segir hin 23 ára María Þórdís um myndina.

„Við erum alltaf að reyna að halda jafnvægi á þessari línu en dettum stöðugt. Ég er að leika mér með þyngdarleysi og öll lögmál eru brotin.“

Between var hluti af skólaverkefni Maríu í Listaháskólanum, þar sem hún er á þriðja ári á dansbraut. Einar Sverrir Tryggvason samdi tónlistina, Nína Cohagen sá um kvikmyndatöku og María dansaði ásamt Hilmi Jenssyni leikara. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.