Innlent

Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði

Valur Grettisson skrifar

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram. Hann samþykkti hinsvegar athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar.

Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver.

Þingfestingin, sem fram fór í Héraðsdómi Reykjaness í dag, var þrungin spennu. Gangurinn var fullur af vinum og vandamönnum auk fjölmiðlamanna. Dómsalurinn var þéttsetinn og þurftu margir að láta sér nægja að standa á meðan þingfestingin fór fram.

Gunnar Rúnar lét engan bilbug á sér finna þegar hann horfði framan í fjöldann sem sátu í salnum. Systur Hannesar sátu á fremsta bekk.

Ákæruatriðin lýsa hrottafengnu morðinu sem Gunnar Rúnar játar að hafa framið. Hann stakk Hannes Þór margsinnis á heimili hans um miðjan ágúst síðastliðinn.

Víða heyrðist snökt í salnum þegar Gunnar játaði hinar hryllilegu sakagiftir. Ein systir Hannesar svaraði því aðspurð eftir réttarhöldin að erfitt hefði ekki verið nógu sterkt orð til þess að lýsa því sem hún upplifði í réttarsalnum.

Gunnar Rúnar var ástfanginn af Guðlaugu. Hann birti meðal annars myndband á Youtube þar sem hann lýsti yfir skilyrðislausri ást sinni gagnvart henni. Þær tilfinningar voru ekki endurgoldnar.

Nú vill Gunnar ekki viðurkenna bótakröfu konunnar sem hann eitt sinn elskaði.




Tengdar fréttir

Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“

Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag

Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×