Lífið

Kelly óttast krabbamein

Dóttir rokkarans Ozzy óttast mjög að greinast með krabbamein.
Dóttir rokkarans Ozzy óttast mjög að greinast með krabbamein.

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, óttast mjög að greinast með krabbamein. Átta ár eru liðin síðan móðir hennar Sharon greindist með ristilkrabbamein. „Ég er sannfærð um að ég fái krabbamein,“ sagði hin 26 ára Kelly í sjónvarpsviðtali.

„Ég fer til læknis að minnsta kosti einu sinni í viku og fæ B12-vítamínsprautu vegna þess að B12 er mikilvægt til að byggja upp ónæmiskerfið og halda þér heilbrigðum.“

Læknar töldu að líkurnar á að móðir hennar myndi jafna sig á meininu á sínum tíma væru aðeins 33%. Þrátt fyrir það tókst henni að yfirbuga sjúkdóminn og er núna heilbrigð kona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.