Höfuðborgarbúar flýja atvinnuleysi 18. október 2004 00:01 Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs en leita þarf langt aftur til að finna sambærilega þróun. Stefán Ólafsson prófessor segir að meira atvinnuleysi á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni sé líklegasta skýringin á þessari þróun.. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur um búferlaflutninga á landinu frá júlí til september. Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta: Austurland og Suðurland. Mesta athygli vekur að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess, eða 88 manns. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir þetta mjög óvenjulegt í ljósi þróunarinnar síðustu tuttugu árin en á hitt beri að líta að aðeins er um einn ársfjórðung að ræða. "Athyglisverðasta spurningin hlýtur að vera sú hvort þetta megi rekja til vaxandi atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú þannig að undanfarin misseri hefur atvinnuleysið verið umtalsvert hærra í höfuðborginni heldur en úti á landi. Ég held að það geti vel verið að áhrifin af því séu að koma í ljós, þótt þau séu ekki enn mjög mikil," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 3,1 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins atvinnulaus í september á meðan 1,9 prósent landsbyggðarfólks var án vinnu. Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi geta haft sitt að segja. Enda þótt útlendingar séu í stærstum hluta þeirra sem vinna við Kárahnjúkavirkjun telur Stefán að framkvæmdirnar dragi úr brottflutningi fólks úr landsfjórðungnum. Stefán segir að tengsl milli afkomu og búsetu séu gamalkunn. "Það er nú þannig með búferlaflutninga að þeir eru mjög næmir á lífskjör fólks og afkomu hvort sem um er að ræða flutninga á milli landa eða innanlands," segir hann og útilokar ekki að áframhald verði á þessari þróun jafnist ekki atvinnuleysi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs en leita þarf langt aftur til að finna sambærilega þróun. Stefán Ólafsson prófessor segir að meira atvinnuleysi á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni sé líklegasta skýringin á þessari þróun.. Hagstofa Íslands birti á dögunum tölur um búferlaflutninga á landinu frá júlí til september. Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta: Austurland og Suðurland. Mesta athygli vekur að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess, eða 88 manns. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir þetta mjög óvenjulegt í ljósi þróunarinnar síðustu tuttugu árin en á hitt beri að líta að aðeins er um einn ársfjórðung að ræða. "Athyglisverðasta spurningin hlýtur að vera sú hvort þetta megi rekja til vaxandi atvinnuleysis á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú þannig að undanfarin misseri hefur atvinnuleysið verið umtalsvert hærra í höfuðborginni heldur en úti á landi. Ég held að það geti vel verið að áhrifin af því séu að koma í ljós, þótt þau séu ekki enn mjög mikil," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar voru 3,1 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins atvinnulaus í september á meðan 1,9 prósent landsbyggðarfólks var án vinnu. Virkjanaframkvæmdir á Austurlandi geta haft sitt að segja. Enda þótt útlendingar séu í stærstum hluta þeirra sem vinna við Kárahnjúkavirkjun telur Stefán að framkvæmdirnar dragi úr brottflutningi fólks úr landsfjórðungnum. Stefán segir að tengsl milli afkomu og búsetu séu gamalkunn. "Það er nú þannig með búferlaflutninga að þeir eru mjög næmir á lífskjör fólks og afkomu hvort sem um er að ræða flutninga á milli landa eða innanlands," segir hann og útilokar ekki að áframhald verði á þessari þróun jafnist ekki atvinnuleysi á milli höfuðborgar og landsbyggðar.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira