Lokahelgi Davíðs 6. júlí 2007 02:45 Davíð Örn Halldórsson Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“ Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það er komið að sýningarlokum á fyrstu einkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar í Safninu á Laugavegi. Hann er fæddur í Reykjavík, býr þar og starfar. Davíð Örn fæst við málaralistina og hefur gert síðan hann útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Á þessum tíma hefur Davíð Örn Verk Davíðs Arnar eru gjarnan byggð á atburðum úr daglega lífinu; persónuleg úrvinnsla á umhverfisskynjun Davíðs, sem hann útfærir gjarnan í formi myndmáls sem á sér grunn í og vísar til teiknimynda, veggjalistar(graffiti), pop-listar og til vestrænnar listasögu. Bakgrunnur Davíðs úr námi í grafík við Listaháskólann leynir sér ekki í verkum hans; það er sá efnislegi grunnur sem listamaðurinn byggir á. Í Safni sýnir Davíð Örn málverk, sem máluð eru með blandaðri tækni á fundnar tréplötur. Davíð Örn málar einnig á veggi Safns og notar á þá litað límband, sem hluta af veggverkum. Goddur segir um verk hans: „Hann myndbirtir úthverfakúltúrinn. Hann kemur úr úthverfi, er Breiðholtsgötustrákur. Samt er eins og maður gangi inní expressjóníska mið-evrópska landslagshefð, allt frá secessjónistum til Hundertwassers. Hann málar á fundna hluti, borð, hurðir, palla, mottur, dúka o.þ.h. Hann notar túss, sprey og stensla, það flæðir út á veggina og myndar einskonar abstrakt landslag hugvíkkandi sýrunnar. Tónlistin er nálæg. Maður sér í ecstasíuna, danskúltúrinn og reifið.“
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira