Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:30 Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni. Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52
Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00