440 milljónir króna á baki dæmdra manna Snærós Sindradóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður bótanefndar. Dæmdum ofbeldismönnum sem skulda þolendum bætur hefur fjölgað um sextíu prósent á þremur árum. Þeir voru áður tæplega 250 talsins en eru nú í kringum 400. Þá hafa útistandandi skuldir dæmdra ofbeldismanna aukist um 65 prósent á sama tíma. Um það bil 440 milljónir króna eru útistandandi í miskabætur og skaðabætur til fórnarlamba ofbeldis nú. Árið 2011 nam heildarfjárhæðin rúmum 266 milljónum króna. Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, segir að langan tíma geti tekið að innheimta bæturnar. „Vandamálin í þessum málum eru að þarna eru að baki lengstu fangelsisrefsingarnar. Þeir eru ekki með neinar tekjur og svo er spurning hvernig það gengur þegar þeir koma út aftur.“ Ríkið greiðir fórnarlömbum ofbeldis bætur og svo fara bæturnar í endurkröfu til gerenda. Það þýðir að þolendur fá sínar bætur upp að ákveðnu marki þrátt fyrir vanskil ofbeldismanna. Árið 2012 höfðu bætur til handa þolendum kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis ekki hækkað í sextán ár. Þá voru sett ný lög þess efnis að hámarksbætur fyrir miska vegna kynferðisbrots væru þrjár milljónir króna en vegna annars konar ofbeldis 2,5 milljónir. Séu þolanda dæmdar hærri bætur ber hann sjálfur ábyrgð á því að rukka mismuninn. „Það er hægt að biðja okkur að rukka mismuninn en hann færðu ekki nema við náum einhverju inn. Það er ekki þessi sama ríkisábyrgð á mismuninum,“ segir Erna. Hún segir hæstu útistandandi kröfuna í dag vera í kringum 17 milljónir króna. Bótanefnd getur úrskurðað fórnarlömbum hærri bætur en dómur sagði til um í fyrstu ef miski þeirra reynist meiri en gert var ráð fyrir. Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, segir að slíkum umsóknum hafi fjölgað og séu nú um þriðjungur þeirra mála sem koma inn á borð bótanefndar. „Þetta er fyrst og fremst í málum þar sem um er að ræða líkamsárásir eða líkamsmeiðingar.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Dæmdum ofbeldismönnum sem skulda þolendum bætur hefur fjölgað um sextíu prósent á þremur árum. Þeir voru áður tæplega 250 talsins en eru nú í kringum 400. Þá hafa útistandandi skuldir dæmdra ofbeldismanna aukist um 65 prósent á sama tíma. Um það bil 440 milljónir króna eru útistandandi í miskabætur og skaðabætur til fórnarlamba ofbeldis nú. Árið 2011 nam heildarfjárhæðin rúmum 266 milljónum króna. Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, segir að langan tíma geti tekið að innheimta bæturnar. „Vandamálin í þessum málum eru að þarna eru að baki lengstu fangelsisrefsingarnar. Þeir eru ekki með neinar tekjur og svo er spurning hvernig það gengur þegar þeir koma út aftur.“ Ríkið greiðir fórnarlömbum ofbeldis bætur og svo fara bæturnar í endurkröfu til gerenda. Það þýðir að þolendur fá sínar bætur upp að ákveðnu marki þrátt fyrir vanskil ofbeldismanna. Árið 2012 höfðu bætur til handa þolendum kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis ekki hækkað í sextán ár. Þá voru sett ný lög þess efnis að hámarksbætur fyrir miska vegna kynferðisbrots væru þrjár milljónir króna en vegna annars konar ofbeldis 2,5 milljónir. Séu þolanda dæmdar hærri bætur ber hann sjálfur ábyrgð á því að rukka mismuninn. „Það er hægt að biðja okkur að rukka mismuninn en hann færðu ekki nema við náum einhverju inn. Það er ekki þessi sama ríkisábyrgð á mismuninum,“ segir Erna. Hún segir hæstu útistandandi kröfuna í dag vera í kringum 17 milljónir króna. Bótanefnd getur úrskurðað fórnarlömbum hærri bætur en dómur sagði til um í fyrstu ef miski þeirra reynist meiri en gert var ráð fyrir. Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, segir að slíkum umsóknum hafi fjölgað og séu nú um þriðjungur þeirra mála sem koma inn á borð bótanefndar. „Þetta er fyrst og fremst í málum þar sem um er að ræða líkamsárásir eða líkamsmeiðingar.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira