440 milljónir króna á baki dæmdra manna Snærós Sindradóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður bótanefndar. Dæmdum ofbeldismönnum sem skulda þolendum bætur hefur fjölgað um sextíu prósent á þremur árum. Þeir voru áður tæplega 250 talsins en eru nú í kringum 400. Þá hafa útistandandi skuldir dæmdra ofbeldismanna aukist um 65 prósent á sama tíma. Um það bil 440 milljónir króna eru útistandandi í miskabætur og skaðabætur til fórnarlamba ofbeldis nú. Árið 2011 nam heildarfjárhæðin rúmum 266 milljónum króna. Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, segir að langan tíma geti tekið að innheimta bæturnar. „Vandamálin í þessum málum eru að þarna eru að baki lengstu fangelsisrefsingarnar. Þeir eru ekki með neinar tekjur og svo er spurning hvernig það gengur þegar þeir koma út aftur.“ Ríkið greiðir fórnarlömbum ofbeldis bætur og svo fara bæturnar í endurkröfu til gerenda. Það þýðir að þolendur fá sínar bætur upp að ákveðnu marki þrátt fyrir vanskil ofbeldismanna. Árið 2012 höfðu bætur til handa þolendum kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis ekki hækkað í sextán ár. Þá voru sett ný lög þess efnis að hámarksbætur fyrir miska vegna kynferðisbrots væru þrjár milljónir króna en vegna annars konar ofbeldis 2,5 milljónir. Séu þolanda dæmdar hærri bætur ber hann sjálfur ábyrgð á því að rukka mismuninn. „Það er hægt að biðja okkur að rukka mismuninn en hann færðu ekki nema við náum einhverju inn. Það er ekki þessi sama ríkisábyrgð á mismuninum,“ segir Erna. Hún segir hæstu útistandandi kröfuna í dag vera í kringum 17 milljónir króna. Bótanefnd getur úrskurðað fórnarlömbum hærri bætur en dómur sagði til um í fyrstu ef miski þeirra reynist meiri en gert var ráð fyrir. Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, segir að slíkum umsóknum hafi fjölgað og séu nú um þriðjungur þeirra mála sem koma inn á borð bótanefndar. „Þetta er fyrst og fremst í málum þar sem um er að ræða líkamsárásir eða líkamsmeiðingar.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Dæmdum ofbeldismönnum sem skulda þolendum bætur hefur fjölgað um sextíu prósent á þremur árum. Þeir voru áður tæplega 250 talsins en eru nú í kringum 400. Þá hafa útistandandi skuldir dæmdra ofbeldismanna aukist um 65 prósent á sama tíma. Um það bil 440 milljónir króna eru útistandandi í miskabætur og skaðabætur til fórnarlamba ofbeldis nú. Árið 2011 nam heildarfjárhæðin rúmum 266 milljónum króna. Erna Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hjá Sýslumanninum á Blönduósi, segir að langan tíma geti tekið að innheimta bæturnar. „Vandamálin í þessum málum eru að þarna eru að baki lengstu fangelsisrefsingarnar. Þeir eru ekki með neinar tekjur og svo er spurning hvernig það gengur þegar þeir koma út aftur.“ Ríkið greiðir fórnarlömbum ofbeldis bætur og svo fara bæturnar í endurkröfu til gerenda. Það þýðir að þolendur fá sínar bætur upp að ákveðnu marki þrátt fyrir vanskil ofbeldismanna. Árið 2012 höfðu bætur til handa þolendum kynferðisofbeldis og annars konar ofbeldis ekki hækkað í sextán ár. Þá voru sett ný lög þess efnis að hámarksbætur fyrir miska vegna kynferðisbrots væru þrjár milljónir króna en vegna annars konar ofbeldis 2,5 milljónir. Séu þolanda dæmdar hærri bætur ber hann sjálfur ábyrgð á því að rukka mismuninn. „Það er hægt að biðja okkur að rukka mismuninn en hann færðu ekki nema við náum einhverju inn. Það er ekki þessi sama ríkisábyrgð á mismuninum,“ segir Erna. Hún segir hæstu útistandandi kröfuna í dag vera í kringum 17 milljónir króna. Bótanefnd getur úrskurðað fórnarlömbum hærri bætur en dómur sagði til um í fyrstu ef miski þeirra reynist meiri en gert var ráð fyrir. Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, segir að slíkum umsóknum hafi fjölgað og séu nú um þriðjungur þeirra mála sem koma inn á borð bótanefndar. „Þetta er fyrst og fremst í málum þar sem um er að ræða líkamsárásir eða líkamsmeiðingar.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira